Jón Steindór: Fullveldið nýtt til hins ýtrasta með ESB-aðild Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 22:00 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreiðsnar. vísir/vilhelm „Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
„Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira