Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 14:19 Þeir hjá Landssambandi veiðifélaga telja leynd um lögfræðiálit SFS til marks um að óeðliega sé að málum staðið hjá atvinnuveganefnd í því sem snýr að frumvarpi um fiskeldi. visir/egill Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira