Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:50 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur. Dómsmál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að áreita undirmann sinn kynferðislega þegar hún var átján ára gömul. Landsréttur ákvað að skilorðsbinda ætti refsingu mannsins. Atvik sem lýst er í ákærunni átti sér stað í maí árið 2016 en konan sem brotið var á hafði ráðið sig til starfa á gistiheimili mannsins þar sem hún fékk einnig herbergi úthlutað til að gista í. Var manninum gefið að sök að hafa ítrekað boðið henni áfengi, talað við hana á kynferðislegum nótum, meðal annars að hann væri með standpínu, sagt ítrekað að hann ætlaði að nudda hana sem hún neitaði uns hún lét loks undan. Nuddaði maðurinn þá á henni bert bakið að því er fram kemur í ákæru á meðan hún lá á bakinu. Mun maðurinn þá hafa dregið buxur hennar niður en togað þær aftur upp, afklætt sig og lagst nakinn upp í til hennar, tekið í hönd hennar og reynt að setja hana á getnaðarlim hans en hún kippti hendinni að sér. Háttsemin olli konunni ótta, hún hringdi eftir aðstoð og forðaðist manninn uns lögregla sótti hana. Í dómi Landsréttar kemur fram að 24 ára aldursmunur sé á manninum og konunni en Landsréttur mat það svo að aldursmunurinn og að hún hafi verið undirmaður hans hafi fært stoð undir frásögn hennar um að hún hafi látið undan þrábeiðni mannsins um að fá að nudda á henni bakið. Þá taldi Landsréttur að manninum hefði átt að vera það ljóst að sú háttsemi að berhátta sig fyrir aftan brotaþola og leggjast svo nakinn upp í rúm til hennar hafi verið í hennar óþökk og til þess fallinn að valda henni ótta. Var maðurinn fundinn sekur um kynferðislega áreitni en ákæruatriðinu þar sem honum er gefið að sök að hafa boðið henni áfengi vísað frá dómi. Konan fór fram á 1,5 milljónir króna í miskabætur frá manninum men Landsréttur ákvað að miskabæturnar skyldu vera 350 þúsund krónur.
Dómsmál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent