Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður.

Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis Landlæknis. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður rætt við Willum Þór Þórsson, formanns fjárlaganefndar Alþingis, sem segir að skera þurfi niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar þar sem í nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem allar áætlanir byggjast á.

Fréttamaður okkar Heimir Már er í Shangai og segir okkur frá fyrsta degi á ráðstefnu Hringborðs Norðurslóða. Hann ræðir til að mynda við fulltrúa kínverska utanríkisráðuneytisins í málefnum norðurslóða, sem segir málflutning utanríkisráðherra Bandaríkjanna í garð Kínverja á fundi Norðurskautsráðsins í vikunni ekki uppbyggileg.

Við segjum frá fyrirætlunum Tesla hér á landi og fjöllum áfram um áhrif loftlagsbreytinga á lífríkið. Þetta er meðal frétta í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×