Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar.

Fjallað verður nánar um málið á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir ekki vera endanlegar. Ákvæðin hafa verið gagnrýnd fyrir að vera of almenn.

Rætt verður við hreyfihömluð börn sem segja enga íþróttaiðkun í boði fyrir sig. Þá komist þau stundum ekki með í skólaferðir þar sem ekki sé hugað að þeirra þörfum. Fréttamaður Stöðvar 2 sem staddur er á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Sjanghæ í Kína ræðir einnig við öldunardeildarþingmann bandaríkjaþings en hún segir ekki hægt að líta fram hjá augljósum áhrifum loftslagsbreytinga. Einnig hittum við leikskólabörn sem eru á leið á Evrópumeistaramótið í skák og kíkjum á fyrsta mygluleitarhund landsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×