Gestir í gylltu búri orðnir steiktir í hausnum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2019 12:00 Karen og Andri standa í ströngu úti í Tel Aviv með íslenska hópnum. Þau sjá um búningana. Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Júrógarðurinn Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Júrógarðurinn Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira