Menning

Þrjár íslenskar spennusögur á lista Times yfir 100 bestu frá stríðslokum

Atli Ísleifsson skrifar
Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson og Arnaldur Indriðason.
Yrsa Sigurðardóttir, Ragnar Jónasson og Arnaldur Indriðason. Fréttablaðið
Þrjár íslenskar spennusögur er að finna á lista breska blaðsins Sunday Times yfir hundrað bestu glæpa- og spennusögurnar sem komið hafa út frá stríðslokum.

Listann er að finna í blaði Sunday Times sem út kom í dag. Íslensku bækurnar sem um ræðir eru Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur, Dimmu eftir Ragnar Jónasson og Furðustrandir eftir Arnald Indriðason.

Á lista Times er einnig að finna bækur eftir höfunda á borð við Agöthu Christie, Raymond Chandler, Ian Flemming, PD. James, John Grisham, Graham Greene, Umberto Eco og Gillian Flynn.

Alls er að finna átta bækur eftir höfunda frá Norðurlöndum á listanum. Auk bókanna eftir þau Yrsu, Ragnar og Arnald eiga eiga Danirnir Jussi Adler Olsen og Peter Höegh eina bók hvor á listanum, Norðmaðurinn Jo Nesbö eina og Svíarnir Stieg Larsson og Henning Mankell eina hvor.

Pétur Már





Fleiri fréttir

Sjá meira


×