Yfirlögregluþjónn spyr hvort fjölskylda á sunnudagsrúntinum eigi að njóta vafans eða timbraður ökumaður Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 12:15 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira