Lífið

Hatari skellir í lás eftir fund með Jon Ola Sand

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Það er óhætt að segja að Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson hafi sparað stóru orðin í viðtali við Vísi í norræna partýinu í gær.

Söngvarar Hatara voru klæddir í föt sem flokka mætti sem 80's klæðnað, töluvert frá þeim stíl sem einkennt hefur hljómsveitina hingað til. Meira Eurovision myndi kannski einhver segja.

Klemens og Matthías Tryggvi voru spurðir spjörunum úr en treystu sér ekki til að svara spurningunum nema að afar takmörkuðu leyti. Fullyrti Matthías að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, hefði tjáð þeim að sveitin væri komin að þolmörkum keppninnar.

Matthías var meðal annars spurður að því hvernig röddin væri eftir öll þessi rennsli og æfingar.

„Það er þunn lína hvað ég get tjáð mig mikið um þetta mál. Röddin er pólitískt verkfæri. Ég vil ekki fara á dýptina því þá eigum við á hættu að vera reknir úr keppni,“ sagði Matthías. 

Keimlíkt svar og við öðrum spurningum blaðamanns.

Fjallað var um þátttöku Hatara í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld og má sjá það innslag hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×