Innlent

Allt að 18 stiga hiti í kortunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður hlýtt fyrir norðan en svalara syðra nú í vikunni. Svona er hitaspáin síðdegis á morgun.
Það verður hlýtt fyrir norðan en svalara syðra nú í vikunni. Svona er hitaspáin síðdegis á morgun. Skjáskot/veðurstofa íslands

Í dag má búast við austlægri átt með vætu sunnan- og vestantil á landinu framan af degi en síðdegis lægir. Í kvöld snýst í suðlægari átt og styttir alveg upp. Síðan taka við mildar, og á köflum hlýjar, suðlægar áttir, meira og minna út vikuna, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Hlýtt verður norðantil á landinu í vikunni en svalara fyrir sunnan.

„Hins vegar er það svo að þegar svo hlýtt loft kemur yfir landið úr suðri eða suðaustri þá fylgir nær undantekningalaust hár loftraki sem þéttist síðan í rigningu eða súld. Í þetta sinn er úrkoman fremur lítil en lengst af verður skýjað.

Hlémegin fjalla, eins og í þessu tilfelli er norðanvert landið verður hins vegar þurrt og mun bjartara og eins og svo oft áður hlýnar meira þar. Hitatölur 12 til 18 stig þar verða algengar að deginum næstu daga en yfirleitt eitthvað svalara syðra,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur og bjart með köflum á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan heiða. 

Á fimmtudag:
Sunnan 3-8 og víða léttskýjað N- og A-lands, en skúrir á S- og V-landi. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.