Lífið

Fagnaðarfundir þegar foreldrarnir tóku á móti Höturum upp á hóteli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Foreldrar Matthíasar og Klemens eru mættir til Tel Aviv.
Foreldrar Matthíasar og Klemens eru mættir til Tel Aviv. Vísir/sáp
Nú þegar einn sólarhringar er í að Hatari stígi á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision eru nánast allir Íslendingarnir mættir á svæðið.

Í gærkvöldi gekk íslenski hópurinn appensínugula dregilinn við Habima-torgið í Tel Aviv og vakti hópurinn mikla athygli. Þegar því var lokið fór fram opnunarhátíð þar sem allir keppendur voru viðstaddir.

Þegar klukkan var orðin rúmlega ellefu í gærkvöldi hélt íslenskir hópurinn heim á leið á Dan Panorama hótelið við ströndina í Tel Aviv.

Þar biðu foreldrar og makar listamannanna og var tekið vel á mótið þeim og skálað. Foreldrahópurinn er nokkuð stór og þéttur og fær Hatari mikinn stuðning frá þeim. Klukkan 19:00 í kvöld hefst dómararennslið hér í Expo-höllinni og er Hatari 13. atriðið á sviðið.

Gleðin var mikil þegar hópurinn kom upp á hótel.vísir/sáp
Nú eru allir mættir.Vísir/sáp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×