Lífið

Fagnaðarfundir þegar foreldrarnir tóku á móti Höturum upp á hóteli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Foreldrar Matthíasar og Klemens eru mættir til Tel Aviv.
Foreldrar Matthíasar og Klemens eru mættir til Tel Aviv. Vísir/sáp

Nú þegar einn sólarhringar er í að Hatari stígi á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision eru nánast allir Íslendingarnir mættir á svæðið.

Í gærkvöldi gekk íslenski hópurinn appensínugula dregilinn við Habima-torgið í Tel Aviv og vakti hópurinn mikla athygli. Þegar því var lokið fór fram opnunarhátíð þar sem allir keppendur voru viðstaddir.

Þegar klukkan var orðin rúmlega ellefu í gærkvöldi hélt íslenskir hópurinn heim á leið á Dan Panorama hótelið við ströndina í Tel Aviv.

Þar biðu foreldrar og makar listamannanna og var tekið vel á mótið þeim og skálað. Foreldrahópurinn er nokkuð stór og þéttur og fær Hatari mikinn stuðning frá þeim. Klukkan 19:00 í kvöld hefst dómararennslið hér í Expo-höllinni og er Hatari 13. atriðið á sviðið.

Gleðin var mikil þegar hópurinn kom upp á hótel. vísir/sáp
Nú eru allir mættir. Vísir/sáp


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.