Innlent

Hlýindi yfir landinu í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Þjóðin ætti að fá smá yl í kroppinn í dag, þó það verði sumstaðar hvasst.
Þjóðin ætti að fá smá yl í kroppinn í dag, þó það verði sumstaðar hvasst. Veður

Í dag og á morgun verða suðlægar áttir, 3-10 m/s ríkjandi en suðaustan strekkingur við SV-ströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þar segir í dag verði súld eða rigning með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri á Norður- og Norðausturlandi.

Svipað veður á morgun en þó heldur meiri úrkoma og má búast við vætu við Húnaflóa síðdegis á morgun. Hiti 8 til 18 stig, svalast suðaustanlands. Áfram mildar suðaustlægar áttir með rigningu með köflum sunnan- og vestanlands en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Lítur út fyrir hægviðri á sunnudag og mánudag, skýjað við sjóinn en bjart inn til landsins.

Á miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, skýjað og rigning öðru hverju S- og V-lands. Hægari vindur og bjart með köflum á N- og A-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á fimmtudag:
Sunnan 3-8 og víða léttskýjað N- og A-lands, en rigning með köflum á S- og V-landi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. 

Á föstudag og laugardag:
Suðaustlæg áttir og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars rigning með köflum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands. 

Á sunnudag og mánudag:
Hæg breytileg átt, skýjað við sjóinn en bjart inn til landsins. Hiti 8 til 18 stig, svalast við sjóinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.