Ætla sér að vinna Eurovision en gefa ekki upp hvort það komi óvænt útspil Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2019 19:30 Klemens og Matthías ætla að vinna keppnina í ár. Vísir/sáp „Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni. „Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan. „Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur. Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.Falleg stund þegar foreldrarnir kvöddu börnin á leið sinni í Expo-höllina.„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Foreldrar, makar og aðrir ættingjar voru mættir á svæðið og fylgdu hópnum alla leið inn í rútu. Þeir vilja ekki tjá sig hvort það komi fram óvænt útspil á sviðinu.Matthías með fjölskyldu sinni fyrir brottför.„Við erum ekki tilbúnir til þess að svara því,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við: „Svarið gæti verið túlkað með pólitískum hætti og við getum ekki svarað þessu, þótt spurningin sé góð.“ „Við myndum gjarnan vilja svara þér en okkur finnst þetta of heit spurning,“ segir Klemens. Það er heldur betur komið keppniskap í hópinn og ætla drengirnir sér einfaldlega að vinna Eurovision í ár. „Við ætlum að vinna Eurovision 2019. Slík er áætlunin en við blöndum okkar persónulegum skoðunum ekki inn í málið.“ Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira
„Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni. „Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan. „Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur. Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.Falleg stund þegar foreldrarnir kvöddu börnin á leið sinni í Expo-höllina.„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Foreldrar, makar og aðrir ættingjar voru mættir á svæðið og fylgdu hópnum alla leið inn í rútu. Þeir vilja ekki tjá sig hvort það komi fram óvænt útspil á sviðinu.Matthías með fjölskyldu sinni fyrir brottför.„Við erum ekki tilbúnir til þess að svara því,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við: „Svarið gæti verið túlkað með pólitískum hætti og við getum ekki svarað þessu, þótt spurningin sé góð.“ „Við myndum gjarnan vilja svara þér en okkur finnst þetta of heit spurning,“ segir Klemens. Það er heldur betur komið keppniskap í hópinn og ætla drengirnir sér einfaldlega að vinna Eurovision í ár. „Við ætlum að vinna Eurovision 2019. Slík er áætlunin en við blöndum okkar persónulegum skoðunum ekki inn í málið.“
Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Sjá meira