Fjölskylda Gísla Þórs heyrði fyrst í dag af 40 mínútna bið sjúkraflutningamanna Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 18:45 Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í rúmlega 30 kílómetra fjarlægð frá Mehamn. Vísir/Gvendur Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram. Manndráp í Mehamn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, mannsins sem var skotinn til bana í Noregi, fékk fyrst í dag upplýsingar frá norsku lögreglunni um að sjúkraflutningamenn hafi beðið fyrir utan hús Gísla í meira en 40 mínútur á meðan honum blæddi út. Sjúkraflutningamennirnir fylgdu öryggisreglum og biðu með að hlúa að Gísla þar sem lögregla hafði ekki tryggt vettvang. Sömu vinnureglur gilda hjá íslenskum sjúkraflutningamönnum.Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá því í morgun að lögregla hefði komið að húsi Gísla Þórs í Mehamn í Noregi meira en 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið. Því var unnið eftir öryggisreglum um að lögregla þurfi að tryggja vettvang áður en sjúkraflutningamenn geta hafist handa. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Samtals liðu 53 mínútur frá útkalli þar til lögregla var komin á vettvang.TV2/Christoffer Robin JensenErfitt að geta ekki hjálpað fólki í lífshættu Yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi segir það vera mjög erfitt fyrir sjúkraflutningamenn að bíða eftir því að koma fólki í lífshættu til bjargar. Sama fyrirkomulag gildir á Íslandi. Fyrsta atriðið sem sjúkraflutningamenn eiga að kanna er hvort vettvangur hafi verið tryggður. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að meðal sjúkraflutningamanna hafi verið rætt um atburði sem hafi orðið í nágrannalöndum þar sem skotvopn hafa verið notuð á vettvangi. „Umræðan um öryggi á vettvangi hefur snúist að því hvernig við erum í stakk búin að takast á við þannig áskoranir,“ segir Magnús Smári.Gísli Þór Þórarinsson.Aðsend mynd/Heiða ÞórðarBið sjúkraflutningamanna kom fjölskyldu á óvart Fjölskylda Gísla Þórs á Íslandi fékk fyrst í dag, eftir umfjöllun fjölmiðla í Noregi og á Íslandi, formlegar upplýsingar um málið frá norsku lögreglunni. Það kom fjölskyldunni verulega á óvart að sjúkraflutningamenn hafi beðið svo lengi eftir lögreglu. Jarðarför Gísla Þórs var auglýst í dag. Hún fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á föstudaginn klukkan 13. Athöfnin verður einnig sýnd á tjaldi í Stapanum þar sem erfidrykkja fer fram.
Manndráp í Mehamn Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira