Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. maí 2019 06:45 Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
„Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira