Innlent

Dregur úr úrkomu á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Áfram verður bjart og hlýtt veður norðaustan- og austanlands.
Áfram verður bjart og hlýtt veður norðaustan- og austanlands. Vísir/Vilhelm

Áfram situr víðáttumikil lægð suðaustur af Hvarfi og grynnist smám saman. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings Veðurstofu Íslands en þar segir að skil frá lægðinni séu að koma inn á vestanvert landið með rigningu eða súld með köflum um sunnan- og vestanvert landið.

Sums staðar verður suðaustanstrekkingur en annars hægari vindur. Áfram verður bjart og hlýtt veður norðaustan- og austanlands. Lægir smám saman á morgun og dregur úr úrkomu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Suðaustlægar áttir, 3-8 m/s á föstudag og laugardag og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars dálítil rigning með köflum.

Á sunnudag má búast við lítilsháttar vætu V-til, en skýjað með köflum A-til. Eftir helgi má búast við hægum austlægum áttum og kólnar þá fyrir austan en hlýjast verður þá á Vesturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.