Innlent

Ástin mun sigra með gong-slökun

Sighvatur Jónsson skrifar
Kamilla Ingibergsdóttir gongspilari og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, gong-kennari og skipuleggjandi slökunartónleikanna.
Kamilla Ingibergsdóttir gongspilari og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, gong-kennari og skipuleggjandi slökunartónleikanna. Vísir/Friðrik Þór

Ástin mun sigra en ekki hatrið segja skipuleggjendur gong-slökunartónleika sem verða í Guðríðarkirkju á laugardaginn, á sama tíma og lokakeppni Eurovision.

23 gong-spilarar koma fram á tónleikunum, þeirra á meðal Don Conreaux og Aidan McIntyre. Þeir spila á tónleikunum ásamt íslenskum, brasilískum, frönskum, breskum, bandarískum og kólumbískum gong-spilurum.

Kamilla Ingibergsdóttir gongspilari segir að Don og Aidan séu gong-meistarar sem hafi stýrt æfingum fyrir tónleikana.

„Fólk leyfir hljómunum fara inn í sig, í gegnum sig, utan um sig og losar sig við það sem þjónar okkur ekki,“ segir Kamilla.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, gong-kennari og skipuleggjandi slökunartónleikanna, segir að hver fruma njóti góðs af gong-hljóðum. „Jafnvægi eykst, innri starfsemi verður ákjósanleg og okkur líður náttúrulega vel,“ segir Arnbjörg.

Gong-slökunartónleikarnir fara fram í Guðríðarkirkju á laugardagskvöld klukkan 19.30 til 21.30, á sama tíma og lokakeppni Eurovision fer fram í Tel Aviv í Ísrael.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.