Innlent

Ástin mun sigra með gong-slökun

Sighvatur Jónsson skrifar
Kamilla Ingibergsdóttir gongspilari og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, gong-kennari og skipuleggjandi slökunartónleikanna.
Kamilla Ingibergsdóttir gongspilari og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, gong-kennari og skipuleggjandi slökunartónleikanna. Vísir/Friðrik Þór
Ástin mun sigra en ekki hatrið segja skipuleggjendur gong-slökunartónleika sem verða í Guðríðarkirkju á laugardaginn, á sama tíma og lokakeppni Eurovision.

23 gong-spilarar koma fram á tónleikunum, þeirra á meðal Don Conreaux og Aidan McIntyre. Þeir spila á tónleikunum ásamt íslenskum, brasilískum, frönskum, breskum, bandarískum og kólumbískum gong-spilurum.

Kamilla Ingibergsdóttir gongspilari segir að Don og Aidan séu gong-meistarar sem hafi stýrt æfingum fyrir tónleikana.

„Fólk leyfir hljómunum fara inn í sig, í gegnum sig, utan um sig og losar sig við það sem þjónar okkur ekki,“ segir Kamilla.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, gong-kennari og skipuleggjandi slökunartónleikanna, segir að hver fruma njóti góðs af gong-hljóðum. „Jafnvægi eykst, innri starfsemi verður ákjósanleg og okkur líður náttúrulega vel,“ segir Arnbjörg.

Gong-slökunartónleikarnir fara fram í Guðríðarkirkju á laugardagskvöld klukkan 19.30 til 21.30, á sama tíma og lokakeppni Eurovision fer fram í Tel Aviv í Ísrael.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×