Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna kaja­kræðara í vanda

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan 20:30 í kvöld.
Tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan 20:30 í kvöld. vísir/vilhelm

Björgunarsveitir, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um kajakræðara í vanda fyrir utan Grafarvog í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 20:30 í kvöld.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir sveitir úr Reykjavík vera á leiðinni á staðinn. Upplýsingar hafi borist um að nálægur bátur væri einnig á leið til ræðarans.

Uppfært: 21:04:
Davíð segir að annar kajakræðari hafi aðstoðað manninn í land á Geldinganes. Hafi slökkvilið aðstoðað á vettvangi en maðurinn var orðinn kaldur og hrakinn. Björgunarsveitir voru afturkallaðar skömmu eftir að boðið kom.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.