Segir kæru vegna gistiskýlis koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:02 Neyðarskýlið verður við Grandagarð 1a. Vísir/Egill Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira