Segir kæru vegna gistiskýlis koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:02 Neyðarskýlið verður við Grandagarð 1a. Vísir/Egill Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira