Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:30 Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00
Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45