Lífið

Mark Zuckerberg staddur á Íslandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez

Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðlarisans Facebook, er staddur hér á landi. Þetta staðfesti heimspekingurinn Karl Ólafur Hallbjörnsson í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu.

Í samtali við Vísi sagðist Karl Ólafur hafa verið staddur í Austurstræti þegar hann „gekk í flasið“ á Zuckerberg og eiginkonu hans, Priscillu Chan.

Samkvæmt frétt mbl af málinu sást einnig til hjónanna á Þingvöllum fyrr í dag.

Hjónin eiga brúðkaupsafmæli nú um helgina og því mætti telja sennilegt að ferðin sé í tilefni þess.

Zuckerberg og Chan sáust á gangi í Austurstræti. Rétt þykir að vekja athygli lesenda á að myndin er samsett. Samsett/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.