Lífið

Hatari þriðji á fyrra undan­úr­slita­kvöldinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision 2019, hafði í tíunda sæti á lokakvöldinu.
Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision 2019, hafði í tíunda sæti á lokakvöldinu. Getty

Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag.

Þetta var opinberað að loknu úrslitakvöldinu þar sem hollenska lagið, Arcade með Duncan Lawrence, bar sigur úr býtum. Hatari hafnaði í tíunda sæti á úrslitakvöldinu, hlaut 234 stig, sem flest komu í símakosningunni.

Ástralska lagið, Zero Gravity með Kate Miller-Heidke, hlaut flest stig á þriðjudaginn, samtals 261 sitg. Tékkneska lagið, Friend of a Friend með Lake Malawi hafnaði í öðru sæti með 242 stig. Hatari var svo í þriðja með 221 stig og það eistneska í fjórða með 198 stig.

Hollenska lagið vann síðara undanúrslitakvöldið á fimmtudaginn með nokkrum yfirburðum - hlaut 280 stig. Norður-Makedónía var í öðru sæti (239 stig), Svíþjóð í þriðja með 238 stig og svissneska lagið í fjórða með 232 stig.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.