Innlent

Kaldar nætur í vændum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Búast má við súld eða rigningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Búast má við súld eða rigningu á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir/vilhelm

Eftir hlýindin undanfarið hefur kaldara loft nú borist yfir landið úr norðri að sögn Veðurstofunnar. Næstu nætur verða kaldar og má jafnvel búast við frosti, þá helst um norðan- og austanvert landið.

Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt sunnan- og suðvestanlands með súld eða rigningu í dag. Í öðrum landshlutum má hins vegar búast við norðan 8-13 m/s. Þá gerir Veðurstofan ráð fyrir að lítilsháttar snjóél verði viðloðandi á Austurlandi, en að það verði þurrt að mestu um landið norðvestanvert.

Hiti í dag frá frostmarki norðaustanlands, upp í 8 stig á Suðvesturlandi.

Þá er búist við hægri suðlægri eða breytilegri átt á morgun með dálitlum skúrum á Suður- og Vesturlandi. Fyrir norðan og austan muni hins vegar rofa smám saman til „og gæti sólin tekið mesta hrollinn úr mönnum á þeim slóðum,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði.

Litlar breytingar verða á veðrinu um og eftir helgi, ef marka má veðurhorfurnar á landinu næstu daga.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað að mestu á landinu, en úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands. Líkur á vægu næturfrosti á Norður- og Austurlandi. 

Á mánudag:
Hæg austlæg átt og dálitlir skúrir sunnanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útilit fyrir norðanátt með lítilsháttar éljum á norðanverðu landinu og hita um frostmark, en þurrt syðra og hiti að 7 stigum yfir daginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.