Lífið

Þurfti að skipta um skóla vegna eineltis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Már er efnilegur leikari.
Aron Már er efnilegur leikari. vísir/vilhelm
Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn efnilegasti leikari landsins í dag og sló hann rækilega í gegn í annarri þáttaröð af Ófærð fyrir nokkrum mánuðum. Aron er ein fyrsta samfélagsmiðlastjarna landsins og vakti fyrst athygli árið 2015 fyrir það að fara á kostum á Snapchat.

Aron er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer leikarinn um víðan völl í þættinum. Umræðan um andlega heilsu ungs fólks er Aroni mikilvæg, en hann var einn af stofnendum samtakanna Allir gráta. Voru þau ætluð til þess að opna á umræðu um slík málefni.

„Einelti er rosalegt áfall. Ég hef verið lagður í einelti þegar ég var yngri og var síðan fluttur í annan skóla og var ekki lagður í einelti lengur,“ segir Aron.

„Það hafði rosaleg áhrif á mig á meðan þetta var í gangi og frekar lengi á eftir. Ég var rosalega óöruggur með sjálfan mig og var alltaf að reyna sanna mig fyrir öðrum til þess að þeir urðu vinir mínir. Ég var líka rosalega hræddur um að missa vini og það blundar alveg ennþá í mér. Þessi hræðsla að vera ekki tekinn inn af öðrum. Ég get rétt ímyndað mér að vera lagður í einelti alla sína ævi, það er ábyggilega hrikalegt.“

Í þættinum ræðir Aron Már einnig um Snapchat-lífið, föðurhlutverkið og samband sitt við Hildi Skúladóttur, frægðina, áfallið þegar hann missti systur sína og erfiðleikana sem tóku við í framhaldinu, um hlutverk sitt í Ófærð og framtíðina en þessi frábæri leikari er á leiðinni á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu í Shakespeare verður ástfanginn.


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×