Persónuvernd vísar frá kvörtunum um myndbirtingu í fréttum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2019 11:46 Tjaldsvæðið í Laugardal. Reykjavíkurborg Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Persónuvernd hefur vísað frá tveimur kvörtunum vegna frétta sem birtust í Kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi og fjölluðu um vanda heimilislauss fólks. Kvartendur töldu að greina mætti persónuupplýsingar um þá í myndefni fréttanna sem hafi komið þeim illa.Fyrri kvörtunin sneri að því að birtar hafi verið myndir af vistarverum kvartanda, sem og kvartanda sjálfum, á tjaldsvæðinu í Laugardal í fréttum sem birtist í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 og á Vísi, sú seinni sneri að því að greina hafi mátt bíl og bílnúmer kvartanda. Í kvörtununum er tiltekið að í fréttunum hafi verið rætt við starfsmann Frú Ragnheiðar, sem sé bíll á vegum Rauða krossins sem bjóði upp á skaðaminnkandi úrræði fyrir sprautufíkla. Segja kvartendur að aðstandendur hafi borið kennsl á kvartendur í fréttunum og spurt hvort að þeir væru í þeim aðstæðum sem þar sé lýst.Fóru kvartendur fram á afsökunarbeiðni frá kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísi og viðkomandi myndefni yrði eytt.Höfuðstöðvar Sýnar, þar sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar er til húsa.Vísir/HannaMyndbirtingarnar í þágu fréttamennsku Í svörum Sýnar, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísir og Bylgjunnar, til Persónuverndar segir í báðum tilvikum að í öllum þeim fréttum sem kvartað hafi verið yfir hafi verið fjallað um vanda heimilislauss fólks á uppbyggilegan hátt. Í slíkum fréttum sé eðlilegt að fjalla um heimilislaust fólk í ýmsum aðstæðum.Þá fái Sýn ekki séð að viðtal við starfsmann Frú Ragnheiðar tengist persónu kvartanda þar sem verkefnið snúist um að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu, eins og heimilislausra einstaklinga og einstaklinga sem noti fíkniefni í æð, en í fréttunum hafi verið fjallað um málefni heimilislausra.Hvað varðar myndefnið þar sem sjáíst í andlit kvartanda sé um að ræða stutt myndskeið þar sem ógreinilega sjáist framan í manneskju úr töluverðri fjarlægð. Fréttastofa telji sig vera í fullum rétti til að sýna almennar myndir af tjaldsvæðinu til að myndskreyta viðkomandi frétt.Í niðurstöðu Persónuverndar segir að efni framangreindra frétta hafi varðað opinbera umræðu og myndefni þeirra verið í samræmi við efnið.„Að mati Persónuverndar verður ekki talið að með myndbirtingunni hafi verið farið út fyrir efni fréttanna og telst sú vinnsla persónuupplýsinga sem felst í myndbirtingu af bifreið kvartanda því eingöngu í þágu fréttamennsku,“ segir í annarri ákvörðun Persónuverndar. Það sama gildi um myndskeið af andliti hins kvartandans.Það falli utan valdsviðs Persónuverndar að skera úr um mörk tjáningarfrelsis fjölmiðlanna og því heyri úrlausn slíkra mála undir dómstóla. Var málunum því vísað frá.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Persónuvernd Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira