Lífið

Katrín fór í ísbíltúr í Lundúnum

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín með þeim Philip, Veru og börnunum.
Katrín með þeim Philip, Veru og börnunum. Bears Ice Cream Company
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór í ísbíltúr eftir að hafa fundað með breskri starfssystur sinni, Theresu May, fyrr í dag.

Katrín fékk sér ís í Bears Ice Cream Company í hverfinu Hammersmith í vesturhluta borgarinnar, en ísbúðin er rekin af hjónunum Veru Þórðardóttur og Philip Harrison. Þau opnuðu ísbúðina árið 2016.

Í samtali við Vísi árið 2016 sagði Vera að boðið yrði upp á ís frá litlu bóndabýli á Jersey og að boðið yrði upp á íslenska dýfu og íslenskt nammi, auk þess að til stæði að kynna bragðarefina fyrir Bretum og ferðamönnum í borginni.

Katrín og Theresa May ræddu meðal annars loftslagsmál, orkumál og kynjajafnréttismál á fundi sínum, en þriggja daga heimsókn forsætisráðherra til Bretlands lauk í dag.

 
 
 
View this post on Instagram
Great days in the UK, met up with good friends, made some new ones, held a baby and ate

A post shared by Katrín Jakobsdóttir (@katrinjakobsd) on May 2, 2019 at 12:12pm PDT


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×