Lúxusdýfa og lakkrískurl í íslenskri ísbúð í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 19:02 Philip og Vera ásamt dóttur sinni en ísbúði þeirra heitir Bears Ice Cream Company. mynd/vera „Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera. Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
„Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera.
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur