Lúxusdýfa og lakkrískurl í íslenskri ísbúð í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 19:02 Philip og Vera ásamt dóttur sinni en ísbúði þeirra heitir Bears Ice Cream Company. mynd/vera „Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
„Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent