Lúxusdýfa og lakkrískurl í íslenskri ísbúð í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 19:02 Philip og Vera ásamt dóttur sinni en ísbúði þeirra heitir Bears Ice Cream Company. mynd/vera „Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira