Innlent

Sólin mun hífa upp hitatölurnar eftir svala nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Svona er gert ráð fyrir að veðrið verði á landinu klukkan 16.00 í dag.
Svona er gert ráð fyrir að veðrið verði á landinu klukkan 16.00 í dag. Veðurstofa Íslands

Gert er ráð fyrir því að sólin muni hífa upp hitatölurnar í dag eftir svala nótt en í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að líklega fari hitinn yfir 12 stig víða um landið síðdegis í dag en þá snýst vindur til suðausturs og tekur að þykkna upp syðra með skúrum á Suðausturlandi.

Hæg norðan átt en 8-13 m/s austast á landinu fram á kvöld. Skýjað að mestu um norðanvert landið og skúrir og él til fjalla, í fyrstu á Norður-og Austurlandi en úrkomulítið nálægt hádegi og hiti víða 2-8 stig.

Norðanlands rofar til en Austfirðingar mega þó gera ráð fyrir því að frost fari í tveggja stafa tölu í nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað að mestu og stöku él norðanlands en skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s. Skýjað og dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og bjart syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðurlandi og víða næturfrost.

Á föstudag og laugardag:

Útilit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með skúrum eða dálitlum éljum en bjartviðri SV-til og svölu veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.