Netþrjótar reyna að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun í hverri viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2019 20:30 Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“ Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira