Innlent

Svöl vika fram undan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er ekki beint vorlegt hitakortið fyrir fimmtudaginn.
Það er ekki beint vorlegt hitakortið fyrir fimmtudaginn. veðurstofa íslands

Vikan verður fram undan verður svöl eftir hlýjan apríl að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag er fremur hæg austlæg átt með skúrum en þurrt og bjart norðan til. Hiti verður á bilinu þrjú til tíu stig, hlýjast á Vesturlandi en víða næturfrost norðaustan lands.

Á morgun er því svo spáð að hann gangi í norðaustan átt með átta til þrettán metrum á sekúndu og mun kólna í veðri.

„Um norðanvert landið þykknar upp með deginum og með dálítil él þar annað kvöld. Áfram skúrir sunnanlands á morgun en það styttir upp og rofar til á miðvikudag, eins og svo oft þegar að vindur er norðlægur.

Svalt veður, hiti 0 til 5 stig að deginum og víða næturfrost, en ætli sólin nái ekki að hífa hitann að 10 stigum suðvestanlands.

Útlit er fyrir að norðlæga áttin haldist og að veður breytist lítið fram yfir helgi. Apríl var hlýr mánuður á landinu, en þessi vika verður svöl,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir um sunnanvert landið en þurrt og bjart norðan til. Norðaustan 5-10 á morgun en 10-15 norðvestan til síðdegis. Skúrir sunnanlands og þykknar upp um norðanvert landið með deginum, dálítil él þar annað kvöld. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Vesturlandi og víða næturfrost inn til landsins.

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Skýjað að mestu og stöku él norðanlands, en skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Vesturlandi.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan- og norðaustan átt, víða 5-10 m/s. Skýjað og dálítil él á norðanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan til á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðurlandi og víða næturfrost.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útilit fyrir áframhaldandi norðlægar áttir með dálitlum éljum, en bjartviðri sunnan- og vestanlands, og áfram svalt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.