Íbúar flýja fjölbýlishús í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda Félagsbústaða Sighvatur Jónsson skrifar 7. maí 2019 19:15 Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira