Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2019 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað. Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Um samstilltar aðgerðir vestrænna ríkja var að ræða. „Eins og jafnan gildir um slíkar diplómatískar aðgerðir þá eru þær tímabundnar í eðli sínu,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svarinu kemur fram að fyrstu skref íslenskra stjórnvalda hafi verið tekin síðastliðið haust í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands milli ríkjanna tveggja. Í síðasta mánuði áttu forsetar ríkjanna tveggja, Guðni Th, Jóhannesson og Vladímír Pútín, fund í Pétursborg í tengslum við alþjóðlega norðurslóðaráðstefnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók þátt í ferð forsetans til Rússlands í fjarveru Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem átti ekki heimangengt vegna þriðja orkupakkans sem var til meðferðar á Alþingi. Guðlaugur Þór hitti hins vegar Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í Rovaniemi í Finnlandi fyrr í vikunni í aðdraganda utanríkisráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Í fyrrgreindu svari utanríkisráðuneytisins segir að það sé fyllilega í takt við stefnu annarra vestrænna stjórnvalda og í samræmi við stefnu Íslands að tvíhliða samtöl við rússneska ráðamenn á æðsta stigi stjórnsýslunnar fari fram. Heimildir blaðsins herma að utanríkisráðherra hafi fyrir nokkrum mánuðum lagt fram minnisblað í ríkisstjórn um fyrirhuguð samskipti við Rússa að nýju. Beiðni Fréttablaðsins um aðgang að minnisblaðinu var synjað.
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira