Lífið

John Bradley veit ekki hvað hann veit um endalok Game of Thrones

Stefán Árni Pálsson skrifar
John Bradley leikur einn vinsælasta karakterinn.
John Bradley leikur einn vinsælasta karakterinn.

Breski leikarinn John Bradley var gestur í spjallþætti Ellen á dögunum til að ræða um hlutverk sitt í þáttunum vinsælu Game of Thrones.

Bradley fer með hlutverk Samwell Tarly í þáttunum frá HBO en þeir eru á dagskrá Stöðvar 2.

Bradley tók þátt í því að taka upp endalokin í þáttunum en er orðinn óviss um hvað gerist í raun og veru.

„Ég hélt að ég vissi hvernig þetta myndi enda og við tókum klárlega upp endaatriðin en ég las aftur á móti viðtal við framleiðendur um daginn og þeir sögðu að leikararnir haldi að þeir viti hvernig þættirnir enda, svo ég veit í rauninni ekki hvað ég veit,“ sagði Bradley en viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.