Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2019 07:57 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira