Næstum þriðjungur útskriftarnemenda Lýðháskólans á Flateyri vill vera áfram á svæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 9. maí 2019 11:20 28 nemendur útskrifaðir reynslunni ríkari. Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér. Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tuttugu og átta nemendur útskrifuðust frá Lýðháskólanum á Flateyri síðastliðinn laugardag og hefur fyrsta starfsvetri skólans verið slitið með viðeigandi hætti. Athöfnin fór fram á björtum og fallegum degi að viðstöddum nemendum, fjölskyldum og vinum þeirra og vinum og velunnurum skólans og samanstóð af ræðum, skemmtiatriðum, vitnisburði nemenda og skrúðgöngu á útskriftarsýningu nemenda í Höllinni og Sundlaug Flateyrar. Í tilkynningu frá Lýðháskólanum segir að nemendurnir hafi glætt samfélagið á Flateyri lífi svo um munar síðasta vetur og sett taktinn í skólahald til framtíðar. „Fyrsta skólaárið hefur gengið vonum framar og óhætt er að segja að þeir 28 nemendur sem útskrifast að þessu sinni fari héðan reynslunni ríkari og sem sterkari einstaklingar,“ segir í tilkynningunni. Tvær ólíkar brautir voru í boði fyrir nemendur Lýðháskólans þennan fyrsta vetur: Hugmyndir, heimurinn og þú og Hafið, fjöllin og þú. Á námsbrautinni Hugmyndir, heimurinn og þú vann sterkur hópur nemenda í vetur að hugmyndavinnu, listsköpun og miðlun og hafa nemendur þróað sig sem skapandi einstaklinga og hyggja mörg hver á frekara nám í skapandi greinum. Þau enduðu svo skólaárið á sýningar- og skemmtiferð til Patreksfjarðar þar sem þau settu upp sýningu í Húsinu á Patreksfirði og heimsóttu grunnskólann og miðluðu því sem þau hafa lært til nemenda hans.Námsbrautin Hafið, fjöllin og þú hefur víðari skírskotun og þar liggur ekki eins beint við nemendum að sækja um sértækt nám í framhaldinu en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa öðlast mikla færni í að nýta afurðir náttúrunnar, ferðast um í henni og njóta hennar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Útskriftarferðina skipulögðu þau svo alfarið sjálf og dvöldu í þrjár nætur á Snæfjallaströnd þar sem þau m.a. gengu upp á Drangajökul. „Gaman er frá því að segja að næstum þriðjungur þeirra nemenda sem lauk námi núna í vor ætlar að vera áfram á Flateyri eða á svæðinu. Flateyringar og nærsveitamenn hafa enda tekið skólanum og nemendum opnum örmum og því ekki skrítið að mörg þeirra vilji vera hér áfram,“ segir í tilkynningunni. Flateyringum og öðrum velunnurum er þakkað í tilkynningunni. „Hér hafa íbúar staðið við bakið á okkur, rétt okkur hjálparhönd þegar við höfum þurft á að halda, mætt á alla þá viðburði sem við höfum staðið fyrir og síðast en ekki síst opnað faðm sinn og þorpsins til að taka á móti okkur. Án þeirra hefði þetta ekki gerst. Flateyri er fullkominn staður fyrir lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni. Opið er fyrir umsóknir í Lýðháskólann á Flateyri. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Tekið er við umsóknum á vefsvæði skólans hér.
Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira