Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:40 Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira
Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is
Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Sjá meira