Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 23:51 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í þessum mánuði. vísir/vilhelm Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan 11 í morgun og stóð því í rúma tólf klukkutíma. Upphaflega átti honum að ljúka klukkan 17 en þar sem skrið var komið á viðræðurnar var ákveðið að halda áfram fram á kvöld. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, segir að haldið verði áfram á fimmtudag með þá vinnu sem komin er í gang. „Þetta lítur alveg þokkalega út þannig séð. Við komumst ekki lengra í kvöld, einfaldlega vegna tímans, en það hefur verið boðað til fundar á fimmtudag og þá höldum við áfram með þá vinnu sem við erum búin að vera að vinna. Þetta tekur oft aðeins lengri tíma en maður telur,“ segir Kristján. Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem eru í samfloti iðnaðarmanna komu niður í Karphús í kvöld. „Við kölluðum hópana inn til að fara yfir málin. Ég á eftir að heyra frá öllum hópunum hvernig gekk hjá þeim en þetta var líka svona stöðutékk,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann ekki hægt að segja til um það hvort samningar verði undirritaðir fyrir helgina. Kjaramál Tengdar fréttir „Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56 „Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan 11 í morgun og stóð því í rúma tólf klukkutíma. Upphaflega átti honum að ljúka klukkan 17 en þar sem skrið var komið á viðræðurnar var ákveðið að halda áfram fram á kvöld. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, segir að haldið verði áfram á fimmtudag með þá vinnu sem komin er í gang. „Þetta lítur alveg þokkalega út þannig séð. Við komumst ekki lengra í kvöld, einfaldlega vegna tímans, en það hefur verið boðað til fundar á fimmtudag og þá höldum við áfram með þá vinnu sem við erum búin að vera að vinna. Þetta tekur oft aðeins lengri tíma en maður telur,“ segir Kristján. Stóru samninganefndir þeirra stéttarfélaga sem eru í samfloti iðnaðarmanna komu niður í Karphús í kvöld. „Við kölluðum hópana inn til að fara yfir málin. Ég á eftir að heyra frá öllum hópunum hvernig gekk hjá þeim en þetta var líka svona stöðutékk,“ segir Kristján. Aðspurður segir hann ekki hægt að segja til um það hvort samningar verði undirritaðir fyrir helgina.
Kjaramál Tengdar fréttir „Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56 „Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
„Munum funda eins lengi og mögulegt er og reyna að klára þetta“ Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins funda enn í Karphúsinu. Fundur þeirra hófst klukkan 11 og átti að standa til klukkan 17 en var framhaldið þar sem skrið er komið á viðræðurnar. 30. apríl 2019 20:56
„Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“ Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur. 30. apríl 2019 10:41