Innlent

Reynslumiklir veðurfræðingar útiloka ekki hitamet á sumardaginn fyrsta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vonandi geta sem flestir landsmenn notið veðurblíðu á fimmtudaginn.
Vonandi geta sem flestir landsmenn notið veðurblíðu á fimmtudaginn. Veðurstofa Íslands

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er bjartsýnn þegar hann rýnir í tölurnar fyrir fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta. Eins og fram hefur komið er von á hlýju veðri á fimmtudaginn en Einar segir á vef sínum Bliku að svo geti farið að hitamet verði slegið í Reykjavík.

„Það lítur út fyrir einkar hlýtt veður nk. fimmtudag. Hiti getur hæglega komist í 15 stig bæði á Akureyri og Reykjavík svo dæmi séu tekin,“ segir Einar og flettir upp í sögubókum.

„Í Reykjavík er aprílmetið 15,2°C frá því á stríðsárunum eða 29. apríl 1942. Spennandi!“

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á vef sínum Hungurdiskum að metið á Akureyri verði þó varla slegið. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta er 19,8 stig árið 1976.

„Rifja má upp að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á fyrsta sumardag er 13,5 stig, sem mældist 1998. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er rauhæfur möguleiki á að það met verði slegið.“



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.