Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss hefur áhyggjur af yfirlýsingum ÍSAM um verðhækkanir. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira