Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss hefur áhyggjur af yfirlýsingum ÍSAM um verðhækkanir. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
„Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira