Fyssa í Grasagarðinum endurvígð Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 13:19 Fyssa hefur verið óvirk í sex ár. Vísir/Atli Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé. Eftirleiðis verður vatni hleypt á verkið á sumardaginn fyrsta og slökkt fyrir fyrstu frost til þess að forðast þau vandamál sem komu upp í tengslum við að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Verkið er frá árinu 1995 en hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 eftir að búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Því hafa vatnsdælurnar verið ónýtar og vatnsgangurinn ekki virkað. Fjöldi fólks var samankomið í Grasagarðinum í dag til að fylgjast með því þegar vatni var hleypt á verkið en Fyssa er flestum landsmönnum vel kunnug enda eitt helsta kennileiti garðsins. Fjöldi fólks fylgdist með því þegar Fyssa var endurvígð.Vísir/AtliÁrið 2017 afgreiddi borgarráð sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni sem að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafði viðhald verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg.“Verkið er hannað af listakonunni Rúrí og var hún viðstödd þegar vatni var hleypt á verkið að nýju.Vísir/Atli Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Vatni aftur hleypt á Fyssu í vor eftir sex ára hlé Verkið hefur verið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. 17. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé. Eftirleiðis verður vatni hleypt á verkið á sumardaginn fyrsta og slökkt fyrir fyrstu frost til þess að forðast þau vandamál sem komu upp í tengslum við að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Verkið er frá árinu 1995 en hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 eftir að búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Því hafa vatnsdælurnar verið ónýtar og vatnsgangurinn ekki virkað. Fjöldi fólks var samankomið í Grasagarðinum í dag til að fylgjast með því þegar vatni var hleypt á verkið en Fyssa er flestum landsmönnum vel kunnug enda eitt helsta kennileiti garðsins. Fjöldi fólks fylgdist með því þegar Fyssa var endurvígð.Vísir/AtliÁrið 2017 afgreiddi borgarráð sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni sem að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafði viðhald verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg.“Verkið er hannað af listakonunni Rúrí og var hún viðstödd þegar vatni var hleypt á verkið að nýju.Vísir/Atli
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Vatni aftur hleypt á Fyssu í vor eftir sex ára hlé Verkið hefur verið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. 17. febrúar 2019 21:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Vatni aftur hleypt á Fyssu í vor eftir sex ára hlé Verkið hefur verið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. 17. febrúar 2019 21:00