Bæjarstjórinn segir íbúa slegna vegna voðaverksins í Mehamn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:00 Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. Trond Einar Olaussen er bæjarstjóri í Gamvik og búsettur í miðbæ Mehamn rétt hjá þar sem Gísli Þór Þór Þórarinsson var skotinn til bana í gærmorgun. Hann segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ segir Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu í gær og var ákveðið að halda minningarstund í kirkjunni. „Við ákváðum að opna kirkjunna og margir mættu. Fólk grét og hughreysti hvort annað og það var mikill samhugur á svæðinu,“ segir Trond. Hann segir að margir Íslendingar búi hlutfallslega á svæðinu. „Íslendingar hafa komið hingað að vinna til dæmis í útgerðinni og við veiðar. Margir hafa fest hér rætur og eru mikilvægur hluti af samfélaginu hér,“ segir hann. Trond segir mikilvægt að íbúar haldi þétt utan um hvorn annan á þessum tímum. „Það er mikilvægt að við styðjum hvort annað og einkum þá sem eiga um hvað sárast að binda eftir þennan harmleik. Það mun taka tíma fyrir samfélagið að ná sér eftir þetta og þá er mikilvægt að tala við hvort annað og styðja og við erum það hér í Gamvik og Mehamn. Þetta er atburður sem snertir okkur öll,“ segir Trond að lokum. Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Bæjarstjórinn í Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins þegar 40 ára íslenskur karlmaður var skotinn til bana í miðbæ Mehamn í gærmorgun. Hann segir marga Íslendinga búsetta á svæðinu og mikinn samhug meðal bæjarbúa. Trond Einar Olaussen er bæjarstjóri í Gamvik og búsettur í miðbæ Mehamn rétt hjá þar sem Gísli Þór Þór Þórarinsson var skotinn til bana í gærmorgun. Hann segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér. Við erum fámennt sveitarfélag þar sem allir þekkjast fólki er afar brugðið vegna málsins,“ segir Trond. Áfallateymi, prestur og læknar aðstoðuðu fólk í sveitarfélaginu í gær og var ákveðið að halda minningarstund í kirkjunni. „Við ákváðum að opna kirkjunna og margir mættu. Fólk grét og hughreysti hvort annað og það var mikill samhugur á svæðinu,“ segir Trond. Hann segir að margir Íslendingar búi hlutfallslega á svæðinu. „Íslendingar hafa komið hingað að vinna til dæmis í útgerðinni og við veiðar. Margir hafa fest hér rætur og eru mikilvægur hluti af samfélaginu hér,“ segir hann. Trond segir mikilvægt að íbúar haldi þétt utan um hvorn annan á þessum tímum. „Það er mikilvægt að við styðjum hvort annað og einkum þá sem eiga um hvað sárast að binda eftir þennan harmleik. Það mun taka tíma fyrir samfélagið að ná sér eftir þetta og þá er mikilvægt að tala við hvort annað og styðja og við erum það hér í Gamvik og Mehamn. Þetta er atburður sem snertir okkur öll,“ segir Trond að lokum.
Lögreglumál Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Neitar að hafa átt þátt í morðinu á Íslendingnum í Noregi Annar þeirra sem handtekinn var grunaður um aðild að morði á Íslendingi í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun neitar sök í málinu og segist ekki bera ábyrgð á því sem gerðist. 27. apríl 2019 21:08
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Baðst fyrirgefningar á Facebook eftir morðið Fertugur íslenskur karlmaður var skotinn til bana í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi í morgun. 27. apríl 2019 18:45