Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ og talsmaður samflots iðnaðarmanna í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels