Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 20:00 Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira