Innlent

„Ísland stolt af því að vera meðal stofnenda mannréttindasjóðs Alþjóðabankans“

Andri Eysteinsson skrifar
Guðlaugur Þór flutti ávarp við stofnun sjóðsins í Washington.
Guðlaugur Þór flutti ávarp við stofnun sjóðsins í Washington.
Ísland, auk Noregs, Finnlands og Hollands, er stofnaðili að nýjum mannréttindasjóði Alþjóðabankans. Af því tilefni flutti utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, ávarp við stofnun sjóðsins í Washington í kvöld.

„Sjóðnum er ætlað að stuðla að öflun þekkingar, fræðslu og verkefnainnleiðingar á sviði mannréttinda þar sem áherslan er lögð á tengsl málaflokksins við starfsemi og rekstur bankans, meðal annars í óstöðugum ríkjum og á átakasvæðum“, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Utanríkisráðherra lagði í ávarpi sínu áherslu á mikilvægi mannréttinda í þróunarsamstarfi, þá sagði hann að Ísland muni halda áfram að vinna með alþjóðlegum stofnunum að framgangi mannréttinda í heiminum.

„Það er okkur mikil og einlæg ánægja, en jafnframt skylda, að taka þátt í stofnun þessa nýja sjóðs. Við erum stolt af því að vera á meðal stofnenda hans,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í Washington




Fleiri fréttir

Sjá meira


×