Framhaldsskólakennarar starfa sem leiðbeinendur í grunnskóla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2019 12:45 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fyrir frumvarp um að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni kom fram að um fimmtíu framhaldsskólakennarar hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna úr fjórum árum niður í þrjú og býst Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara, við fleiri uppsögnum í vor. Styttingunni lýkur nú í haust og verða þá allir skólar með þriggja ára nám. Guðríður sagði framhaldskólakennara andsnúna breytingunum frá upphafi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir framhaldsskólakennara dýrmæta í íslensku samfélagi og verið sé að leita leiða til að missa þá ekki úr menntakerfinu. „Það er mín von að þeir starfi áfram innan skólakerfisins. Nýtt kennarafrumvarp sem ég hef mælt fyrir á Alþingi mun gagnast þeim framhaldsskólakennurum sem hafa hug á því að kenna á öðrum skólastigum. Eins og lögin eru í dag eru þeir ráðnir inn á önnur skólastig sem leiðbeinendur án viðunandi starfsöryggis og launakjara. Það er von mín að með þessu nýja frumvarpi aukist sveigjanleiki og auki réttindi kennara,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ásættanlegt að framhaldsskólakennarar fari að kenna í grunnskóla, því sérhæfing þeirra gæti einskorðast við nám í framhaldsskóla, segist Lilja telja að það sé gagnlegt fyrir íslenskt menntakerfi að það sé sveigjanleiki milli skólakerfa og aukin skilningur á mismunandi kerfum. „Ég tel að það verði jákvæð þróun til lengri tíma litið. Ég tel að það séu bjartir tímar framundan í íslensku skólakerfi,“ segir hún. Skóla - og menntamál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að menntun framhaldsskólakennara verði metin á öllum skólastigum. Fjöldi kennara hafa misst vinnuna í kjölfar styttingar námsins og sumir ráðnir inn í grunnskóla eingöngu sem leiðbeinendur.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni kom fram að um fimmtíu framhaldsskólakennarar hafa misst vinnuna vegna styttingar framhaldsskólanna úr fjórum árum niður í þrjú og býst Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara, við fleiri uppsögnum í vor. Styttingunni lýkur nú í haust og verða þá allir skólar með þriggja ára nám. Guðríður sagði framhaldskólakennara andsnúna breytingunum frá upphafi. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir framhaldsskólakennara dýrmæta í íslensku samfélagi og verið sé að leita leiða til að missa þá ekki úr menntakerfinu. „Það er mín von að þeir starfi áfram innan skólakerfisins. Nýtt kennarafrumvarp sem ég hef mælt fyrir á Alþingi mun gagnast þeim framhaldsskólakennurum sem hafa hug á því að kenna á öðrum skólastigum. Eins og lögin eru í dag eru þeir ráðnir inn á önnur skólastig sem leiðbeinendur án viðunandi starfsöryggis og launakjara. Það er von mín að með þessu nýja frumvarpi aukist sveigjanleiki og auki réttindi kennara,“ segir hún. Aðspurð hvort það sé ásættanlegt að framhaldsskólakennarar fari að kenna í grunnskóla, því sérhæfing þeirra gæti einskorðast við nám í framhaldsskóla, segist Lilja telja að það sé gagnlegt fyrir íslenskt menntakerfi að það sé sveigjanleiki milli skólakerfa og aukin skilningur á mismunandi kerfum. „Ég tel að það verði jákvæð þróun til lengri tíma litið. Ég tel að það séu bjartir tímar framundan í íslensku skólakerfi,“ segir hún.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira