Lífið

Vilja lágstemmda athöfn

Sylvía Hall skrifar
Parið er sagt yfir sig ástfangið.
Parið er sagt yfir sig ástfangið. Vísir/Getty

Leikarinn Orlando Bloom og söngkonan Katy Perry undirbúa nú brúðkaup sitt en parið trúlofaði sig á Valentínusardag í ár. Þrátt fyrir undirbúningin er dagsetningin enn ekki ákveðin.

Heimildarmaður People segir í samtali við vefinn að parið sé yfir sig ástfangið og geisli af hamingju. Þau séu spennt að skipuleggja brúðkaupið og farin að huga að barneignum.

Leikarinn hefur nú sett hús sitt á sölu og flutt til Perry eftir trúlofunina en þeim þótti það eðlilegt og tímabært næsta skref að sögn heimildarmannsins.

Parið er sagt halda leynd yfir undirbúningnum en þau vilji lágstemmda athöfn aðeins með nánustu vinum og ættingjum. Bloom og Perry hafa bæði verið gift áður og vilja gera hlutina öðruvísi í þetta skiptið og leita að hinum fullkomna milliveg.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.