Innlent

Ekki skíðað meira í Bláfjöllum og Skálafelli í vetur

Andri Eysteinsson skrifar
Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Vísir/Daníel

Ekki verður skíðað fleiri daga í Bláfjöllum né Skálafelli þennan veturinn, frá þessu greinir starfsfólk skíðasvæðanna með færslu á vef skíðasvæðanna og á Facebook.


Í tilkynningunni segir að veðrið síðust sex daga hefur reynst óhagstætt með eindæmum, hvassviðrið og rigningin hafi þau áhrif að ekki verði skíðað meira þennan veturinn. Lokað hefur verið í Bláfjöllum vegna veðurs frá 9.apríl síðastliðnum.

Ljóst er því að skíðatímabilinu á höfuðborgarsvæðinu er lokið þennan veturinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.