Dóttir Hrannar komin með skólavist í Hamraskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 17:39 Hrönn Sveinsdóttir berst nú fyrir því að dóttir hennar fái viðeigandi þjónustu í mennta- og heilbrigðiskerfinu. vísir/vilhelm 11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn. Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
11 ára gömul einhverf stúlka, dóttir Hrannar Sveinsdóttur, fær skólavist í Hamraskóla í Grafarvogi frá og með 6. maí næstkomandi. Hrönn segir í samtali við Vísi að um tímabundið úrræði sé að ræða en fjölskyldan þiggi það með þökkum enda sé fáránlegt að dóttir hennar sé utan kerfis og fái ekki skólavista. Grein sem Hrönn ritaði í Fréttablaðið á föstudaginn vakti mikla athygli. Þar sagði hún frá því að dóttir hennar fengi ekki skólavist vegna þess að skólinn gæti ekki veitt viðeigandi þjónustu. Lýsti Hrönn því sem svo í viðtali við Vísi að hún væri stödd í bjúrókratísku helvíti með dóttur sína.Mbl greindi frá því í dag að dóttir Hrannar hefði fengið skólavist í Hamraskóla. Þar er starfrækt einhverfudeild.„Rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima“ Hrönn segir að í kjölfar þess að grein hennar birtist hafi skólastjóri Vesturbæjarskóla, sem sé hverfisskóli dóttur hennar, hringt í hana. „Hún hafði verið að tala um farteymi austur, við erum búin að vera hjá farteymi vestur, og að þau gætu tekið hana í úrræði í Hamraskóla. Það byrjar ekki fyrr en eftir 6. maí en það er eitthvað tímabundið, ég veit ekki nákvæmlega hvernig það er og hvernig það virkar, en það er eitthvað sem okkur stendur til boða og vonandi bara þangað til eitthvað annað kemur,“ segir Hrönn en farteymi sjá um úrræði fyrir nemendur með alvarlegan fjölþættan vanda í grunnskólum borgarinnar. „Við þiggjum það með þökkum enda snerist þetta alltaf um það að okkur fannst fáránlegt að hún væri svona utan kerfis og hvergi með skólavist þangað til bara einhvern tímann. Við leyfðum okkur að efast um að það mætti. Það er rosalega vont að þurfa að hafa hana svona lengi heima því svo koma sumarfrí og allt það. Það er svo erfitt með svona börn að þau hangi bara aðgerðalaus heima því það er ekki eins og hún fari í tómstundir eða út að hitta börn. Það er mjög erfitt að halda þeim virkum þannig að það er bara rugl að þau séu ekki í skóla,“ segir Hrönn.Á biðlista í Brúarskóla Hrönn fékk viðbrögð bæði frá Heiðu Björg Hilmisdóttur, formanni velferðarnefndar Reykjavíkur, og Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, eftir að greinin birtist á föstudaginn. „Ég heyrði í þeim báðum á föstudaginn varðandi þetta mál að barnið væri ekki í neinum skóla og það getur verið að það hafi orðið til þess að þetta úrræði í Hamraskóla hafi komið til. Ég hreinlega veit það ekki.“ Dóttir Hrannar er komin á biðlista í Brúarskóla, sem er sérskóli rekinn af Reykjavíkurborg fyrir nemendur í 5.-10. bekk sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Hrönn segist hins vegar ekki vita um það hvort eða hvenær dóttir hennar komist þar inn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég get leyft mér að vona hvenær við komumst þar inn. En ég hef fengið alveg flóð af bréfum og símtölum frá fólki í sömu stöðu og ég hef fengið jákvæðar sögur af Brúarskóla. Þannig að ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við fáum þar inni að þá hugsanlega fari eitthvað að lagast og verða betra. Að þessi leið niður á við fari að snúast við,“ segir Hrönn.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Stödd í bjúrókratísku helvíti með einhverfa dóttur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir fæsta ekki þora að stíga fram af ótta við að það skaði börn þeirra. 12. apríl 2019 11:36