Lögregla veitir svarta umsögn um neyslurými Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. apríl 2019 06:15 Þjónusta við fólk með fíknisjúkdóma hefur verið veitt af Rauða krossinum um árabil. Fréttablaðið/Eyþór Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými felur í sér þekkingarleysi á hlutverki lögreglu, samkvæmt umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu við frumvarpið. Umsögnin er mjög gagnrýnin á frumvarpið og tekur ríkissaksóknari undir hana í sinni umsögn um málið sem birtist á vef Alþingis í gær. Í greinargerð frumvarpsins segir að vissulega fari það eftir mati lögreglu hverju sinni hvort gripið verði til refsivörsluaðgerða gegn einstaklingi sem er með efni á sér á leið til neyslurýmis, ýmist með aðvörun, haldlagningu efna, sekt eða ákæru. Lagt er til að sveitarfélög geri formlegt eða óformlegt samkomulag við lögregluna um hvernig eigi að standa að löggæslu í grennd við neyslurými. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framangreint orðalag í umsögn lögreglustjórans. Lögregla eigi ekkert mat um hvort hún láti yfir höfuð til sín taka þegar afskipti eru höfð af einstaklingi sem hefur á sér fíkniefni. Þannig sé aðvörun ekki formlegt úrræði sem lögregla hafi val um að beita og þess sé hvorki getið í lögum né verklagi lögreglu. Þvert á móti sé lögreglu skylt samkvæmt lögreglulögum að stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við lög um meðferð sakamála eða önnur lög. Það varði lögreglumenn refsiábyrgð að gæta ekki lögmætra aðferða við meðferð máls og á þeim hvíli skylda til að hefja lögreglurannsókn hvenær sem þess gerist þörf út af vitneskju eða grun um refsivert athæfi.Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifar undir umsögnina.Í umsögninni er einnig vakin athygli á því að í frumvarpinu sé ekki að finna undanþágu frá ákvæði í fíkniefnalöggjöfinni sem banni vörslu og meðferð fíkniefna á íslensku forráðasvæði. Samkvæmt orðanna hljóðan gerir frumvarpið ráð fyrir að neysla efnanna sé refsilaus í neyslurými en ekkert í frumvarpstextanum sjálfum geri ráð fyrir að varsla efnanna verði refsilaus. Vekur lögreglustjóri athygli á að til þessa hafi sjálf neysla fíkniefna ekki verið talin refsiverð og hafi menn ekki verið sóttir til saka fyrir það eitt að neyta fíkniefna heldur hafi menn einungis verið sóttir til saka fyrir vörslu þeirra. Ekki sé gerð undanþága í frumvarpinu frá refsiheimild þess efnis sem fyrr segir. Lögreglustjóri telur að verði frumvarpið óbreytt að lögum muni það ekki hrófla við skyldu lögreglu til að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk sem skylt sé samkvæmt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, sem skyldi lögreglu til að gera upptæk til ríkissjóðs þau efni sem lögin taki til og aflað hafi verið á ólögmætan hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir refsileysi starfsmanna neyslurýmis og kveðið á um að þeir verði ekki sóttir til saka látist einstaklingur undir þeirra eftirliti. Er vísað til þess að neyslurýmið eigi að vera refsilaust rými. Lögreglustjórinn lýsir efasemdum um að texti greinargerðar um refsileysi starfsmannanna haldi enda taki frumvarpið eingöngu til fíkniefnalöggjafarinnar. Taka verði af tvímæli í frumvarpinu um að sérhver refsiverður verknaður verði refsilaus í neyslurýminu enda augljóslega ekki markmiðið. Þá er ónákvæm lýsing í frumvarpinu á hugtakinu neysluskammti einnig gagnrýnd í umsögninni en gert er ráð fyrir að neytandi megi hafa einn neysluskammt með sér í neyslurými hvert sinn. Skilgreiningin geti skipt máli bæði vegna fyrirhugaðs refsileysis vörslu en einnig vegna mögulegrar ábyrgðar eða ábyrgðarleysis starfsmanns í eftirliti, deyi notandi af of stórum skammti.Úr umsögn lögreglustjóransÞað er rétt að taka fram að lögreglustjóri er ekki með umsögn sinni að hafa skoðun á réttmæti neyslurýma og sjónarmið um skaðaminnkun hafa mikið vægi. Engu að síður telur lögreglustjóri sér skylt að benda á framangreind atriði til að varpa ljósi á þá vankanta sem eru á frumvarpinu eins og það er sett fram. Verði það óbreytt að lögum þá er réttur neytandans ekki tryggður til neyslu á neysluskammti eins og markmið fumvarpsins gerir ráð fyrir og óvíst um refsileysi starfsmanna neyslurýmis.Ríkissaksóknari veitti einnig umsögn: Ofangreint mál hefur á engum stigum verið unnið í samráði við ríkissaksóknara og var embættið ekki á meðal þeirra 94 aðila sem fengu umsagnarbeiðni frá velferðarnefnd. Hins vegar telur ríkissaksóknari rétt að taka undir þær athugasemdir við frumvarpið sem fram koma í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. apríl 2019, og koma því skýrt á framfæri að ríkissaksóknari telur ekki rétt að samþykkja frumvarpið á meðan ekki liggur fyrir hvaða breytingar verða á heimildum og skyldum lögreglu og ákæruvalds við lögfestingu frumvarpsins. (Dagsett 16. apríl 2019.) Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými felur í sér þekkingarleysi á hlutverki lögreglu, samkvæmt umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu við frumvarpið. Umsögnin er mjög gagnrýnin á frumvarpið og tekur ríkissaksóknari undir hana í sinni umsögn um málið sem birtist á vef Alþingis í gær. Í greinargerð frumvarpsins segir að vissulega fari það eftir mati lögreglu hverju sinni hvort gripið verði til refsivörsluaðgerða gegn einstaklingi sem er með efni á sér á leið til neyslurýmis, ýmist með aðvörun, haldlagningu efna, sekt eða ákæru. Lagt er til að sveitarfélög geri formlegt eða óformlegt samkomulag við lögregluna um hvernig eigi að standa að löggæslu í grennd við neyslurými. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framangreint orðalag í umsögn lögreglustjórans. Lögregla eigi ekkert mat um hvort hún láti yfir höfuð til sín taka þegar afskipti eru höfð af einstaklingi sem hefur á sér fíkniefni. Þannig sé aðvörun ekki formlegt úrræði sem lögregla hafi val um að beita og þess sé hvorki getið í lögum né verklagi lögreglu. Þvert á móti sé lögreglu skylt samkvæmt lögreglulögum að stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við lög um meðferð sakamála eða önnur lög. Það varði lögreglumenn refsiábyrgð að gæta ekki lögmætra aðferða við meðferð máls og á þeim hvíli skylda til að hefja lögreglurannsókn hvenær sem þess gerist þörf út af vitneskju eða grun um refsivert athæfi.Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifar undir umsögnina.Í umsögninni er einnig vakin athygli á því að í frumvarpinu sé ekki að finna undanþágu frá ákvæði í fíkniefnalöggjöfinni sem banni vörslu og meðferð fíkniefna á íslensku forráðasvæði. Samkvæmt orðanna hljóðan gerir frumvarpið ráð fyrir að neysla efnanna sé refsilaus í neyslurými en ekkert í frumvarpstextanum sjálfum geri ráð fyrir að varsla efnanna verði refsilaus. Vekur lögreglustjóri athygli á að til þessa hafi sjálf neysla fíkniefna ekki verið talin refsiverð og hafi menn ekki verið sóttir til saka fyrir það eitt að neyta fíkniefna heldur hafi menn einungis verið sóttir til saka fyrir vörslu þeirra. Ekki sé gerð undanþága í frumvarpinu frá refsiheimild þess efnis sem fyrr segir. Lögreglustjóri telur að verði frumvarpið óbreytt að lögum muni það ekki hrófla við skyldu lögreglu til að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk sem skylt sé samkvæmt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, sem skyldi lögreglu til að gera upptæk til ríkissjóðs þau efni sem lögin taki til og aflað hafi verið á ólögmætan hátt eða eru á annan hátt í ólögmætri vörslu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir refsileysi starfsmanna neyslurýmis og kveðið á um að þeir verði ekki sóttir til saka látist einstaklingur undir þeirra eftirliti. Er vísað til þess að neyslurýmið eigi að vera refsilaust rými. Lögreglustjórinn lýsir efasemdum um að texti greinargerðar um refsileysi starfsmannanna haldi enda taki frumvarpið eingöngu til fíkniefnalöggjafarinnar. Taka verði af tvímæli í frumvarpinu um að sérhver refsiverður verknaður verði refsilaus í neyslurýminu enda augljóslega ekki markmiðið. Þá er ónákvæm lýsing í frumvarpinu á hugtakinu neysluskammti einnig gagnrýnd í umsögninni en gert er ráð fyrir að neytandi megi hafa einn neysluskammt með sér í neyslurými hvert sinn. Skilgreiningin geti skipt máli bæði vegna fyrirhugaðs refsileysis vörslu en einnig vegna mögulegrar ábyrgðar eða ábyrgðarleysis starfsmanns í eftirliti, deyi notandi af of stórum skammti.Úr umsögn lögreglustjóransÞað er rétt að taka fram að lögreglustjóri er ekki með umsögn sinni að hafa skoðun á réttmæti neyslurýma og sjónarmið um skaðaminnkun hafa mikið vægi. Engu að síður telur lögreglustjóri sér skylt að benda á framangreind atriði til að varpa ljósi á þá vankanta sem eru á frumvarpinu eins og það er sett fram. Verði það óbreytt að lögum þá er réttur neytandans ekki tryggður til neyslu á neysluskammti eins og markmið fumvarpsins gerir ráð fyrir og óvíst um refsileysi starfsmanna neyslurýmis.Ríkissaksóknari veitti einnig umsögn: Ofangreint mál hefur á engum stigum verið unnið í samráði við ríkissaksóknara og var embættið ekki á meðal þeirra 94 aðila sem fengu umsagnarbeiðni frá velferðarnefnd. Hins vegar telur ríkissaksóknari rétt að taka undir þær athugasemdir við frumvarpið sem fram koma í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. apríl 2019, og koma því skýrt á framfæri að ríkissaksóknari telur ekki rétt að samþykkja frumvarpið á meðan ekki liggur fyrir hvaða breytingar verða á heimildum og skyldum lögreglu og ákæruvalds við lögfestingu frumvarpsins. (Dagsett 16. apríl 2019.)
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar Sjá meira