Innlent

Fleiri snappa undir stýri

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Símanotkun undir stýri dregst saman.
Símanotkun undir stýri dregst saman. Nordicphotos/Getty

Fleiri framhaldsskólanemendur senda Snapchat-skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu undir stýri en fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Sjóvár.

Þeim hefur hins vegar fækkað um sex prósent sem senda eða skrifa smáskilaboð undir stýri. Þeim hefur einnig fækkað umtalsvert sem tala í síma undir stýri án handfrjáls búnaðar, eða um 14 prósent.

Í tilkynningu frá Sjóvá segir að þetta sé í fyrsta skipti frá því snjallsímavæðingin hófst sem notkun undir stýri dregst saman en tryggingafélagið hefur látið gera sambærilegar kannanir áður.

Könnunin náði til allra framhaldsskólanema á landinu og var framkvæmd af Rannsóknum og greiningu við Háskólann í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.